Uppáhaldsmyndir: Primer

Fyrir nokkrum árum var ég að vinna í videoleigu.

Eins og gerist og gengur me› videoleigunjerði sá ég nánast allar myndir sem voru gefnar út.

Eitt kvöldið fór ég heim með litla mynd sem heitir Primer.
Ég settist í sakleysi mínu fyrir framan tækið og setti myndina í gang.
77 mínútum seinna var búið að sprengja á mér höfuðið.
Ég hugsaði málið í smástund.
Svo horfði ég á hana aftur.
Það tók mig langan tíma að sofna en þegar ég vaknaði morguninn eftir horfði ég á myndina í þriðja skiptið.
Ég held að það hafi verið dagurinn sem ég ákvað að fara í kvikmyndaskóla.

 

Primer
Primer er lítil ódýr mynd sem kom út 2004 og var leikstýrt af Shane nokkrum Carruth.
Reyndar leikstýrði hann ekki bara myndinni heldur skrifaði, framleiddi, samdi tónlist, klippti og lék aðalhlutverk.
Myndin kostaði nánast ekkert í framleiðslu, 7000 dollara, og var einungis með fimm manna tökulið, en hefur unnið til fjölda verðlauna og eignast mikinn fjölda aðdáenda um heim allan.

Primer fjallar í stuttu máli um nokkra unga verkfræðinga sem að loknum vinnudegi hittast í bílskúr og búa til reyna þar að halda úti litlu tæknifyrirtæki.
Einn daginn komast þeir hins vegar að því að ein græjan sem þeir hafa smíðað gerir ekki alveg það sem hún átti að gera.

Ég get eiginlega ekki sagt mikið meira um Primer annað en það að hér er á ferðinni meistaraverk sem allir verða að sjá.

Primer á IMDB: http://imdb.com/title/tt0390384/ 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hef ekki séð þessa en ætla pott þétt að tékka á henni!

Hjörtur Hjartarson (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 19:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband