Gary Gygax

Fantasty höfundurinn og leikjafrömuðurinn Ernest Gary Gygax lést 4. Mars síðastliðinn 69 ára að aldri.

GaryGygaxmezzobusto
Gary Gygax var einn af höfundum spunaspilsins Dungeons & Dragons og frumkvöðull á sviði þannig leikja. Gygax stofnaði á sjöunda áratugnum I.F.W eða International Federation of Wargamers þar sem fólk kom saman og spilaði herspil með tindátum. 

Fljótlega uppúr því fór Gygax að þróa sínar eigin reglur og hugmyndir útfrá þessum herkænskuleikjum og gaf út leikreglurnar fyrir spunaspilið Chainmail árið 1971.

Árið 1973 stofnaði hann ásamt Don Kaye TSR (tactical studies rules) sem árið 1974 gaf út fyrstu útgáfu Dungeons & Dragons. Gygax varð fljótlega goðsögn á meðal aðdáenda spunaspila og TSR leiðandi afl í útgáfu slíkra leikja. Hjá TSR gaf Gygax meðal annars út spilið Greyhawk fyrir D&D sem enn í dag er það vinsælasta sem gefið hefur verið út og er talað um sem standardinn fyrir fantasy spunaspil.  

Gygax hætti hjá TSR árið 1985 eftir miklar innanborðs deilur og vesen en fyrirtækið sigldi í strand nokkrum árum síðar. Wizards of the coast keyptu útgáfuréttinn uppúr því og hafa haldið áfram að þróa leikinn til dagsins í dag.

 PH
Gary Gygax hélt hinsvegar ótrauður áfram og gaf út tugi (ef ekki hundruð) bóka fyrir leiki sína, vann að tölvuleikjum og skrifaði margar skáld og smásögur.

Gygax var ótrúlegur frumkvöðull og hafa fáir einstaklingar haft jafn mikil áhrif á líf jafn margra og hann. Áhrif hans má sjá útum allan heim. Í dag eru til þúsundir tegunda spunaspila, tölvuleikja og skáldsagna sem sækja innblástur í verk hans og fullyrði ég að world of warcraft og aðrir sambærilegir mmorpg leikir, sem tugir miljóna manna um allan heim spila, væru töluvert öðruvísi (eða einfaldlega ekki til) ef Gary Gygax hefði ekki komið við sögu.

Ég komst fyrst í kynni við spunaspil þegar ég var tólf eða þrettán ára gamall og hef verið óforbetranlegur spilafíkill síðan. 

Takk herra Gygax 

 

Gary Gygax í Futurama 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góð grein hjá þér!

Hvenær eigum við að spila!?! 

Hjörtur Hjartarson (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 13:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband