12.2.2008 | 14:53
Skilum ruslpóstinum!!!
Fyrst að útburðarfólk hefur enga kosti en að bera út blessaðan ruslpóstinn legg ég til að við tökum málin í okkar hendur og skilum ruslpóstinum.
Persónulega er ég kominn með stóran stafla af ruslpósti sem ég hyggst flokka og skila... en ekki í endurvinnsluna heldur á skrifstofur fyrirtækjanna sem eiga ruslpóstinn.
Ég legg til að við rottum okkur saman og skilum öllum óumbeðnum ruslpósti til auglýsenda þann fyrsta mars næstkomandi.
Drekkjum skrifstofum B.T, Rúmfatalagersins, Hagkaupa og annarra ruslpóstseigenda í eigin ruslpósti.
Góðar stundir.
![]() |
Neytendur geti afþakkað fjölpóst í fríblöðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Snilldarhugmynd!
Ég er einmitt búinn að velta þessu fyrir mér í nokkurn tíma.
Steini (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 15:24
Oft hef ég verið að spá í þetta lika. Skila ruslinu til sendanda. A.m.k. til þessara stæðstu.
dvergur, 13.2.2008 kl. 00:05
Lurkurinn stingur uppá að við búum til okkar eigins ruslpóst og byrjum að senda á þessa vitleysinga.
Hjörtur Hjartarson (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 10:22
Snilli.
steinimagg, 15.2.2008 kl. 17:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.