Yfir strikið.

Mikið hefur verið rætt að undanförnu að fara yfir strikið.

Bloggarar og stjórnmálamenn þykja gera mikið af því að fara yfir strikið og nú um daginn voru þeir spaugstofufélagar sakaðir um að hafa farið langt yfir strikið.

Sumir fara þó aldrei yfir strikið nema þá í því að hneykslast á þeim sem yfir það fara.

Ég þekki nokkuð af fólki sem fer stundum yfir strikið og fer meira að segja nokkuð reglulega sjálfur yfir strikið.

Að fara yfir strikið getur verið mjög gott, hreinsandi og mannbætandi.

Við skulum ekki fara yfir strikið í því að vera alltaf undir strikinu og undirstrika ég það með því að hvetja sem flesta að fara nú yfir strikið öðru hverju.

 Kannski getum við lært eitthvað af því að dvelja hinu megin við strikið í smá stund.

 

Góðar stundir. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Viðar

Strikið í brók móður þinnar þá?

Eða var þetta alveg yfir strikið?

Haukur Viðar, 31.1.2008 kl. 14:15

2 Smámynd: Magnús Unnar

Nei nú strika ég þetta út.

Magnús Unnar, 31.1.2008 kl. 20:24

3 identicon

Að strika eða ekki strika..? Það er spurningin..

En ég tel mig samt alltaf vera að fara yfir strikið og flokkast þess vegna sem óþolandi :) En það er mjög gaman.

Hjörtur (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 14:18

4 Smámynd: Ólafur

Eitt kvöld fór ég þrisvar sinnum yfir strikið í einni strikklotu, og það á Strikinu í Köben, þau prakkarastrik næ ég sjálfsagt aldrei að strika út úr minninu mínu.

Ja svei mér þá!

Ólafur "Tröllabarn" Georgsson, 12.2.2008 kl. 23:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband