25.3.2008 | 17:48
Uppáhaldsmyndir: Baron Munchausen
Jæja. Þá er komið að meistaraverkinu The Adventures of Baron Munchausen eftir Terry Gilliam.
Barónninn var reyndar ekki nýr af nálinni ´89 því hann kom fyrst fram 1785 í Baron Munchhausen's Narrative of his Marvellous Travels eftir Rudolf E. Raspe en þær sögur voru víst að einhverju leiti byggðar á þýskum athafnamanni sem hét Karl Friedrich Von Munchausen
Þessi var heldu ekki fyrsta kvikmyndin um Baróninn heldur sú fimmta.
Hinar komu s.k.v Wikipedia 1911, 1943, 1961 og svo frægust þeirra 1979. En sú var í leikstjórn rússans Mark Zakharov og var víst í dramatískari kantinum.
En nóg um það!
Mér verður alltaf svolítið hlýtt í hjartanu þegar ég hugsa um þegar mamma mín fór með mig 6 ára gamlan að sjá Baróninn í bíóinu í Hótel Valaskjálf á Egilstöðum.
Þvílík upplifun.
Lygalaupurinn Baron Munchausen, Berthold sem gat hlaupið hraðar en allt, dvergurinn Gustavus sem heyrði allt og var með örlítið stærri lungu en gengur og gerist.
Þessar persónur og allar hinar í ævintýraheimi myndarinnar sátu í mér í tíu ár eða þar til ég sá hana aftur... uppi í hillu í BT komna á DVD.
Ég stóðst ekki mátið og festi kaup á eintaki og maður lifandi hún eldist vel.
Þá og í hvert skipti núna þegar ég set myndina í tækið breytist ég algjörlega í sex ára pjakkinn sem sá Munchausen ljóslifandi í Valaskjálf.
Frábært ævintýri sem fer með mann út um allan heim og meira að segja til tunglsins.
Robin Williams sem Karlinn í Tunglinu.
Flokkur: Kvikmyndir | Facebook
Athugasemdir
Jamm, sammála þessi er fín.
steinimagg, 25.3.2008 kl. 21:59
hmm.. hef ekki séð þessa ennþá spurning um að bæta upp fyrir það..
Hjörtur Hjartarson (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 15:40
Koma svo, hvaða mynd kemur næst
steinimagg, 3.4.2008 kl. 08:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.