18.1.2008 | 23:12
Ánægja og betrumbæting.
Já maður er bara nokkuð sáttur við litla lífið þessa dagana og hef að því tilefni ákveðið að reyna bara að halda áfram og gera það enn betra.
Eins og svo margir samlandar mínir tók ég mataræðið í gegn skömmu eftir áramótin en ólíkt flestum þeirra hef ég náð að halda mér á þrönga stígnum og það virðist stefna í árangur á sviði rúmmálsminnkunar.
Í lok Janúar klárast vinnan mín með unglingunum sem ég hef reynt að leiðbeina síðan í september og fæ ég enn og aftur tækifæri til að nota snilli mína, gáfur og yfirburði í nýjum og spennandi verkefnum.
Svo er maður kominn í hljómsveit aftur eftir c.a tíu ára hlé og mig klæjar í fingurna við það að skrifa um það. Spennandi tímar svo sannarlega og ég verð duglegur við að reyna að koma bandinu á framfæri á þessum síðum.
Jæja. Þetta er nú svosem ekki merkileg bloggfærsla en hér er hún nú samt.
Góðar stundir.
Athugasemdir
Hvað erum við að tala um hér?
Power-metal?
Gobbedígobb?
Hor-indie???
Haukur Viðar, 19.1.2008 kl. 00:08
Tóndæmi má nálgast á http://www.myspace.com/hhek en það er verið að smíða nýja síðu og nafn á bandið.
Magnús Unnar, 19.1.2008 kl. 02:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.