Ring

Halló.

Mig langaði bara að koma því til skila að það er algjör veruleikafirring að halda því fram að ruslið sem Gore Verbinski sendi frá sér og kallaði The Ring endurgerða sé góð og eigi heima á einhverskonar best of lista.

Nú hvet ég alla að sjá upprunalegu myndirnar. Þær eru þrjár talsins og fást á öllum betri videoleigum og torrent síðum. 

Ringu er afkvæmi japanska leikstjórans Hideo Nakata. Því miður veit ég ekki frekari deili á þeim ágæta manni en sagan segir að honum hafi þótt endurgerðin svo léleg að hann ákvað að leikstýra annari myndinni sjálfur. Á IMDB stendur svo að sú þriðja sé væntanleg 2009 í leikstjórn Nakata.

Þegar þið eruð búin að sjá a.m.k fyrstu upprunalegu myndina, þá getið þið tékkað á hollywood viðbjóðnum sem endurgerðin er.

Í alvörunni... Heldur einhver að gæinn sem gerði Pirates of the Caribbean geti gert scary hrollvekju. 

 

-Góðar stundir 

Ring ARG... Hvort á ég að sjá endurgerðina eða upprunalegu. 


mbl.is 10 bestu hrollvekjurnar fyrir Hrekkjavöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: steinimagg

Hef  ekki ennþá séð Ring, er þessi japanska textuð?

steinimagg, 2.11.2008 kl. 08:59

2 Smámynd: Magnús Unnar

já hún er textuð en ég held að hún sé einungis til á VHS með íslenskum texta.

Magnús Unnar, 2.11.2008 kl. 19:01

3 Smámynd: steinimagg

ég held að ég verði að fá mér annað vídeótæki, það eru bara orðnar annsi margar myndir sem ég þarf að sjá sem eru bara til á VHS

steinimagg, 6.11.2008 kl. 20:55

4 Smámynd: Fanney Viktoría Kristjánsdóttir

Þessi japanska er alveg awesome :D en the ring endurgerða :D haha hún á stórann sess í hjarta mér fyrir að hræða lítil börn í sleep over :D en mér þykir hún ekki eiga heima á neinum best of lista... langt því frá :D haha

Fanney Viktoría Kristjánsdóttir, 14.11.2008 kl. 02:31

5 Smámynd: steinimagg

Jæja, alveg hættur eða hvað ?

steinimagg, 29.11.2008 kl. 16:17

6 Smámynd: steinimagg

Hvernig er það frændi, á ekkert að hjálpa manni með þessar kvikmyndagátur sem ég er með á minni síðu, ég er að verða bilaður að vita ekki úr hvaða myndum senurnar eru.

steinimagg, 17.12.2008 kl. 22:47

7 Smámynd: steinimagg

Gleðileg jól.

steinimagg, 24.12.2008 kl. 10:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband