28.5.2008 | 20:21
Stuttmyndakeppni
Ég ætlaði bara að láta alla vita að stuttmyndin mín, Smásaga, komst áfram á Stuttmyndadögum Reykjavíkur.
Aðalkeppnin er á morgun, Fimmtudaginn 29. maí og verða allar úrslitamyndirnar sýndar í Kringlubíói.
Herlegheitin byrja klukkan sjö (19:00) og það er frítt inn.
Veitt verða verðlaun fyrir þrjár bestu myndirnar og fær vinningsmyndin sæti á Short Film Corner á Cannes.
Einnig kjósa áhorfendur um myndina sem þeim líkar best við og því vill ég endilega sjá sem flesta... (og kjósa mig :)
Nú þeir sem komast ekki geta samt kíkt á myndina hér til hliðar á blogginu eða á hlekknum hér fyrir neðan:
http://kvikmyndaskoli.is/viewmedia.php?file=319
Sjáumst.
-Maggi
Athugasemdir
Ég krosslegg putta og tær fyrir þig :)
Rannveig (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 20:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.