Uppáhaldsmyndir: Æon Flux

Æon Flux er kannski ekki mynd sem prýðir marga topplista hjá kvikmyndaunnendum en ég ætla engu að síður að setja hana á minn.

Æon FluxHvað er svosem ekki að líka við?
Dúndur kvenhetja í þröngum spandexgalla að lúskra á illmennum framtíðarinnar með tilheyrandi tæknibrellum og skemmtilegheitum.


Æon Flux kom út árið 2005 í leikstjórn Karyn Kusama (Girlfight) og skartaði ofurbombunni og óskarsverðlaunahafanum Charlize Theron í hlutverki uppreisnarhetjunnar Æon Flux.

 

Flux kom fyrst fyrir í teiknimyndum sem sýndar voru á MTV 1991 og voru þær sköpunarverk Peter Chung (sem ég veit lítið meira um).
Myndin á hinsvegar eitthvað lítið sameiginlegt með teiknimyndunum og var ýmsu breytt til að koma dömunni á hvíta tjaldið.

 

 Æon Flux gerist 400 árum eftir a› hræðilegur vírus hefur þurrkað meirihluta mannkyns út.

Eftirlifendur hafa komið sér fyrir í síðustu stórborginni... en þar er ekki allt með felldu.
Æon Flux er meðlimur andspyrnusamtaka sem grunar að eitthvað skuggalegt sé í gangi og berst á móti ríkisstjórn borgarinnar... í þröngum leðurdressum með sprengjur í háu hælunum, framtíðar handafótum og röntgen augum.

aeonflux

 

Það er eitthvað við þessa mynd sem gerir það að verkum að ég get horft aftur og aftur á hana.

 

 

Ekki er söguþráðurinn eða leikurinn úr gulli (þótt Frances McDormand og Pete Postlewaite bregði fyrir) en litirnir, lúkkið, tónlistin og myndatakan eru frábær.
Myndatökumaðurinn Stuart Dryburgh skilar þessum japanska/ameríska teiknimyndafílíng af sér á skemmtilegan hátt og myndin leikur við augun.

 

 

Mæli með Æon Flux fyrir alla þá sem vilja bara slaka á og horfa á mjúkaeonflux2a og simmetríska mynd með fallegar línur

aeonfluxcmovie34

 

 Ég kveð þá að sinni með loforði um að það verði ekki jafn langt í næstu mynd.

-Maggi 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Djöfull!

Ég á en eftir að sjá myndina... 

Hjörtur Hjartarson (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 11:55

2 Smámynd: Magnús Unnar

þarna misstirðu 100 testósterón stig

Magnús Unnar, 30.4.2008 kl. 18:01

3 Smámynd: steinimagg

Ok, þessi er komin á listann "myndir sem ég verð að sjá"

steinimagg, 1.5.2008 kl. 10:20

4 Smámynd: steinimagg

Ég held að Æon Flux 4 sé komin

steinimagg, 19.5.2008 kl. 23:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband