28.11.2007 | 22:35
Stuttmynd
Þá er ég loksins búinn að smella inn lokaverkefninu mínu úr Kvikmyndaskólanum.
Myndin ber heitið Smásaga og skartar þeim Sæmundi S. Viktorssyni, Ástrósu Þórjónsdóttur og Ágústi Guðmundssyni í aðalhlutverkum.
Myndin hlaut útskriftarverðlaun kvikmyndaskólans fyrir bestu myndvinnslu og sá undirritaður um handritasmíð, leikstjórn, myndatöku, klippingu, tónlist og veitingar.
Smellið nú á hlekkinn hér til hliðar og njótið dýrðarinnar í þær fimm mínútur sem myndin telur.
Ekki sakar heldur að eyða hálfri mínútu eða svo í að skrifa skarplega athugasemd um gripinn þegar áhorfi er lokið.
kv. -Maggi
Flokkur: Kvikmyndir | Breytt 4.3.2008 kl. 19:34 | Facebook
Athugasemdir
Frábær lítil ræma.
Gaman gaman
Ólafur "Tröllabarn" Georgsson, 29.11.2007 kl. 10:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.