31.10.2007 | 15:57
Sumarbústaður, vetrardekk og Eyrarbakki
Þá er fyrsti snjór vetrarins kominn og farinn. Íslendingar slást í röðum dekkjaverkstæða, lesa og rífast yfir nokkrum negrastrákum og versla sér dót í tonnavís.
Ég og spúsan vorum hins vegar hámenningarleg og skelltum vetrardekkjunum undir helgina áður en slagsmál hófust og hröðuðum okkur í sumarbústað. Ekki seinna vænna, því að Siggi, vinur minn, stormur segir að sumarið sé alveg að verða búið.
Það var kærkomin tilbreyting að smella borgara á grillið í 7 gráðu frosti eftir að hafa soðið í heita pottinum svona rétt á meðan snjókoman gekk yfir.
Svo ætla ég að athuga hvort ég geti ekki sett inn eitt lag eða svo á síðuna; In your own world með stórsveitinni Royal Fortune. Ég gerði mér einmitt ferð til Eyrarbakka þar sem þessi prúðmenni héldu ágætis tónleika mér og Eirbekkingum til mikillar ánægju.
Góðar Stundir
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.