Uppáhaldsmyndir: WALL·E

Halló.

Ég vil byrja á að biðjast afsökunar á hangsinu en nú er ég loks sestur niður til að skrifa um mynd.

 

Mér þykir myndin afar viðeigandi núna í ljósi þess sem dynur á þjóðinni. Ég er allavegana kominn með hundleið á öllu tali um vísitölur og kreppur, enda er mér skítsama. Þið gerið ykkur grein fyrir því að heimurinn snýst um annað og meira en peninga... er það ekki?

 

En jæja. Ég var semsagt kominn upp í rúm með popp og kók og upp í háls af jakkalökkum, hafði nýverið stolið mér fjöldanum öllum af höfundarréttarvörðu efni af netinu (enda í stríði við bónusvídeo, sambíóin og fleiri okrara)  og smellti wall-E í gang.

Rusli

Um leið og myndin byrjar er maður aftur orðinn krakki. Grafíkin, "leikurinn", hljóðið, myndatakan.. framúrskarandi. Og ekki er handritið af verri endanum.

Myndmálið er allsráðandi enda er ekki sagt stakt orð fyrri helming myndarinnar. Litli rusla róbótinn Wall-E á myndina skuldlaust. Reyndar minnir hann mig svolítið á Ryks-Hugann hans Dodda, sem vinnur og vinnur á meðan húsbóndinn er úti... En það er önnur saga.

Wall-E kom út í Júlí 2008, var gerð af Disney/Pixar í leikstjórn Andrew Stanton. Andrew þessi hefur unnið við meira og minna allar tölvuteiknimyndir sem D/P hafa gert en hann leikstýrði t.d Leitinni að Nemó og Pöddulífi sem báðar tvær nutu gríðarlegra vinsælda hér fyrir nokkrum árum. 

Wall-E fjallar í stuttu máli um vélmenni sem skilið hefur verið eftir á jörðinni, eftir að mennirnir hafa stungið af, til að tína upp eftir okkur ruslið. Fjöldinn allur af þessum vélmennum voru eitt sinn starfandi en þegar við sögu er komið er hetjan okkar ein eftir.
Á þeim árum sem Wall-E hefur verið samviskusamlega að týna rusl hefur hann þróað með sér svolitla greind og forvitni ásamt því að eiga lítinn kakkalakka vin.

Leikar æsast svo þegar óvæntir gestir gera vart við sig en þið verðið að sjá myndina til að komast að því hvað það hefur í för með sér.

wall-e og kakkalakkinn

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Wall-E er uppfull af húmor og æðislegum uppákomum og vélmennið sjálft finnst mér vera einn besti karakter sem sést hefur í teiknimynd. En undir öllu saman er að sjálfsögðu boðskapur sem í þetta skiptið (þótt ótrúlegt sé hjá Disney) er ekki sljepulegur og væminn heldur upplífgandi og skemmtilegur.

Ég held ég geti lofað því að það verði enginn svikinn yfir Wall-E.
Slökkvið nú á fréttatímunum og hendið viðskiptablaðinu. Takið því rólega og nýtið þessu æðislegu haustkvöld í eitthvað gáfulegra... Wall-E væri góð byrjun á því. 

 

Góðar Stundir. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Sæll Magnús Unnar. Datt í hug að kíkja hér inn eftir að ég sá sérdeilis upplífgandi komment frá þér á "rýtingsblogginu".

Þetta er mynd sem ég á eftir að sjá. Það stóð reyndar jafnvel til að fara á hana í dag en skautahöllin varð að lokum ofaná hjá litlu glæpaspírunni minni sem varð 9 í dag. Mikill árans léttir að það er yfirstaðið og maður lifði það að geta fengið sér irish. Held að þetta kvöld verði svona eins og réttardagarnir forðum daga þegar maður sofnaði með jarmið í eyrunum.. nú eru það öskrin og píkuskrækirnir...

Rosalega eru sofandi börn falleg. Og góð. Hljóð even...

How golden silence can be.. Mmmmmm.. at last.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 2.10.2008 kl. 21:55

2 Smámynd: steinimagg

Já sammála að Wall-E er fín, en Barnyard er líklega besta teiknimynd sem ég hef séð, allavega sú skemmtilegasta.

steinimagg, 29.10.2008 kl. 21:18

3 Smámynd: Magnús Unnar

Hef ekki séð hana enn. Set hana á listann :)

Magnús Unnar, 29.10.2008 kl. 22:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband