Gary Gygax

Fantasty höfundurinn og leikjafrömuðurinn Ernest Gary Gygax lést 4. Mars síðastliðinn 69 ára að aldri.

GaryGygaxmezzobusto
Gary Gygax var einn af höfundum spunaspilsins Dungeons & Dragons og frumkvöðull á sviði þannig leikja. Gygax stofnaði á sjöunda áratugnum I.F.W eða International Federation of Wargamers þar sem fólk kom saman og spilaði herspil með tindátum. 

Fljótlega uppúr því fór Gygax að þróa sínar eigin reglur og hugmyndir útfrá þessum herkænskuleikjum og gaf út leikreglurnar fyrir spunaspilið Chainmail árið 1971.

Árið 1973 stofnaði hann ásamt Don Kaye TSR (tactical studies rules) sem árið 1974 gaf út fyrstu útgáfu Dungeons & Dragons. Gygax varð fljótlega goðsögn á meðal aðdáenda spunaspila og TSR leiðandi afl í útgáfu slíkra leikja. Hjá TSR gaf Gygax meðal annars út spilið Greyhawk fyrir D&D sem enn í dag er það vinsælasta sem gefið hefur verið út og er talað um sem standardinn fyrir fantasy spunaspil.  

Gygax hætti hjá TSR árið 1985 eftir miklar innanborðs deilur og vesen en fyrirtækið sigldi í strand nokkrum árum síðar. Wizards of the coast keyptu útgáfuréttinn uppúr því og hafa haldið áfram að þróa leikinn til dagsins í dag.

 PH
Gary Gygax hélt hinsvegar ótrauður áfram og gaf út tugi (ef ekki hundruð) bóka fyrir leiki sína, vann að tölvuleikjum og skrifaði margar skáld og smásögur.

Gygax var ótrúlegur frumkvöðull og hafa fáir einstaklingar haft jafn mikil áhrif á líf jafn margra og hann. Áhrif hans má sjá útum allan heim. Í dag eru til þúsundir tegunda spunaspila, tölvuleikja og skáldsagna sem sækja innblástur í verk hans og fullyrði ég að world of warcraft og aðrir sambærilegir mmorpg leikir, sem tugir miljóna manna um allan heim spila, væru töluvert öðruvísi (eða einfaldlega ekki til) ef Gary Gygax hefði ekki komið við sögu.

Ég komst fyrst í kynni við spunaspil þegar ég var tólf eða þrettán ára gamall og hef verið óforbetranlegur spilafíkill síðan. 

Takk herra Gygax 

 

Gary Gygax í Futurama 


Uppáhaldsmyndir: Primer

Fyrir nokkrum árum var ég að vinna í videoleigu.

Eins og gerist og gengur me› videoleigunjerði sá ég nánast allar myndir sem voru gefnar út.

Eitt kvöldið fór ég heim með litla mynd sem heitir Primer.
Ég settist í sakleysi mínu fyrir framan tækið og setti myndina í gang.
77 mínútum seinna var búið að sprengja á mér höfuðið.
Ég hugsaði málið í smástund.
Svo horfði ég á hana aftur.
Það tók mig langan tíma að sofna en þegar ég vaknaði morguninn eftir horfði ég á myndina í þriðja skiptið.
Ég held að það hafi verið dagurinn sem ég ákvað að fara í kvikmyndaskóla.

 

Primer
Primer er lítil ódýr mynd sem kom út 2004 og var leikstýrt af Shane nokkrum Carruth.
Reyndar leikstýrði hann ekki bara myndinni heldur skrifaði, framleiddi, samdi tónlist, klippti og lék aðalhlutverk.
Myndin kostaði nánast ekkert í framleiðslu, 7000 dollara, og var einungis með fimm manna tökulið, en hefur unnið til fjölda verðlauna og eignast mikinn fjölda aðdáenda um heim allan.

Primer fjallar í stuttu máli um nokkra unga verkfræðinga sem að loknum vinnudegi hittast í bílskúr og búa til reyna þar að halda úti litlu tæknifyrirtæki.
Einn daginn komast þeir hins vegar að því að ein græjan sem þeir hafa smíðað gerir ekki alveg það sem hún átti að gera.

Ég get eiginlega ekki sagt mikið meira um Primer annað en það að hér er á ferðinni meistaraverk sem allir verða að sjá.

Primer á IMDB: http://imdb.com/title/tt0390384/ 

 


Uppáhaldsmyndir: Army of Darkness

Jæja. Ég ætla að herma aðeins eftir honum Hauki vini mínum og útlista hér á blogginu nokkrar af mínum uppáhaldsmyndum. Hann fyrirgefur mér vonandi hugmyndaþjófnaðinn.

 Fyrsta mynd á dagskrá er stórvirkið Army of Darkness eftir leikstjórann Sam Raimi.

Army of Darkness

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sam Raimi er þó máski þekktastur fyrir að hafa staðið á bak við skelfilegar kvikmyndir um kóngulóardreng nokkurn, en förum ekki nánar út í það. 

Myndin er sjálfstætt framhald Evil Dead myndanna og skartar kaldhæðnismeistaranum Bruce Campbell í hlutverki seinheppnu and-hetjunnar Ash.

Myndin fjallar í stuttu máli um hvernig fyrrnefndum Ash er varpað aftur til ársins þrettánhundruð og þrúgusykur, beint inn í stríð milli góðs og ills. Hetjan okkar þarf síðan að sigrast á allskyns skrímslum og forynjum í baráttu sinni við að komast aftur til síns tíma. (með tilheyrandi einlínungum og sniðugheitum)

 Myndin kom út 1993 en fékk ekki mikla aðsókn enda bíóárið 1993 stútfullt af blokkbösterum eins og Schindler´s List og Groundhog Day. Army of Darkness hefur hinsvegar orðið afar vinsæl með árunum og á sér í dag stóran hóp aðdáenda sem fer sífellt stækkandi.

Ég sá Army of Darkness fyrst 1994 fyrir tilstilli stóra bróður míns (eins og svo margar aðrar góðar myndir) og breytti sú upplifun því hvernig ég hugsa um fantasy og grínmyndir.

Ég mæli eindregið með að þeir sem ekki hafa séð þessa ræmu kíki á hana sem fyrst og að þeir sem hafa séð hana sjái hana aftur á stundinni. 

Hér er svo stilka úr myndinni:

Gimmie some sugar baby! 


Skilum ruslpóstinum!!!

Fyrst að útburðarfólk hefur enga kosti en að bera út blessaðan ruslpóstinn legg ég til að við tökum málin í okkar hendur og skilum ruslpóstinum.

Persónulega er ég kominn með stóran stafla af ruslpósti sem ég hyggst flokka og skila... en ekki í endurvinnsluna heldur á skrifstofur fyrirtækjanna sem eiga ruslpóstinn.

Ég legg til að við rottum okkur saman og skilum öllum óumbeðnum ruslpósti til auglýsenda þann fyrsta mars næstkomandi.

Drekkjum skrifstofum B.T, Rúmfatalagersins, Hagkaupa og annarra ruslpóstseigenda í eigin ruslpósti. 

 Góðar stundir.


mbl.is Neytendur geti afþakkað fjölpóst í fríblöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yfir strikið.

Mikið hefur verið rætt að undanförnu að fara yfir strikið.

Bloggarar og stjórnmálamenn þykja gera mikið af því að fara yfir strikið og nú um daginn voru þeir spaugstofufélagar sakaðir um að hafa farið langt yfir strikið.

Sumir fara þó aldrei yfir strikið nema þá í því að hneykslast á þeim sem yfir það fara.

Ég þekki nokkuð af fólki sem fer stundum yfir strikið og fer meira að segja nokkuð reglulega sjálfur yfir strikið.

Að fara yfir strikið getur verið mjög gott, hreinsandi og mannbætandi.

Við skulum ekki fara yfir strikið í því að vera alltaf undir strikinu og undirstrika ég það með því að hvetja sem flesta að fara nú yfir strikið öðru hverju.

 Kannski getum við lært eitthvað af því að dvelja hinu megin við strikið í smá stund.

 

Góðar stundir. 


Ánægja og betrumbæting.

Já maður er bara nokkuð sáttur við litla lífið þessa dagana og hef að því tilefni ákveðið að reyna bara að halda áfram og gera það enn betra.

Eins og svo margir samlandar mínir tók ég mataræðið í gegn skömmu eftir áramótin en ólíkt flestum þeirra hef ég náð að halda mér á þrönga stígnum og það virðist stefna í árangur á sviði rúmmálsminnkunar.

Í lok Janúar klárast vinnan mín með unglingunum sem ég hef reynt að leiðbeina síðan í september og fæ ég enn og aftur tækifæri til að nota snilli mína, gáfur og yfirburði í nýjum og spennandi verkefnum.

 Svo er maður kominn í hljómsveit aftur eftir c.a tíu ára hlé og mig klæjar í fingurna við það að skrifa um það. Spennandi tímar svo sannarlega og ég verð duglegur við að reyna að koma bandinu á framfæri á þessum síðum.

Jæja. Þetta er nú svosem ekki merkileg bloggfærsla en hér er hún nú samt.

 Góðar stundir.

 


Stuttmynd

Þá er ég loksins búinn að smella inn lokaverkefninu mínu úr Kvikmyndaskólanum.

Myndin ber heitið Smásaga og skartar þeim Sæmundi S. Viktorssyni, Ástrósu Þórjónsdóttur og Ágústi Guðmundssyni í aðalhlutverkum.

Myndin hlaut útskriftarverðlaun kvikmyndaskólans fyrir bestu myndvinnslu og sá undirritaður um handritasmíð, leikstjórn, myndatöku, klippingu, tónlist og veitingar.

Smellið nú á hlekkinn hér til hliðar og njótið dýrðarinnar í þær fimm mínútur sem myndin telur.

 

Ekki sakar heldur að eyða hálfri mínútu eða svo í að skrifa skarplega athugasemd um gripinn þegar áhorfi er lokið.

kv. -Maggi 


Meira og meira og stærra og meira

Heimurinn okkar er sífellt að minnka á meðan frelsi okkar til neyslu eykst.

Þar sem ég sat með heiminn við fingurgómana datt mér í hug nokkrir hlutir sem breyst hafa í gegnum tíðina. Þessi hugleiðing er komin til vegna þess að um þessar mundir er ég að vinna að kvikmyndaverkefni og er umrkingdur tölvum, spólum, myndavélum og hörðum diskum.

Þegar móðir mín, á sínum tíma, keypti sér fyrstu heimilistölvuna sína var harði diskurinn á henni heil hundrað megabæt. Slíkt hafði ekki sést áður og þótti geymslugeta tölvunnar ótrúleg. Tölvan hennar mömmu var með stærsta harða disk í hverfinu. Ég hélt að maður myndi aldrei í lífinu hafa þörf fyrir meira.

Núna umkringdur græum tel ég eitt og hálft terabæt af geymsluplássi, og vantar samt pláss.

Í skeifunni reis leikfangaversun, gríðarstór með mörgum hillum. Dót sem enst gæti mörgum póstnúmerum í margar kynslóðir. Nú fyrir skömmu opnaði toys´R´us í mörg þúsund fermetrum en það er ekki nóg því örfáum dögum síðar opnaði önnur dótabúð skammt frá sem er ennþá stærri og ber ennþá heimskulegra nafn.

Einu sinni fórum við strákarnir á hverjum laugardegi heim til vinar okkar, söfnuðumst þar saman og horfðum á heman þætti sem hann hafði tekið upp af stöð 2. Enginn okkar nema hann var með stöð 2 og fæstir áttu jafnvel myndbandstæki.   

Núna eru vel flestir með fleiri en tvö sjónvarpstæki á heimilinu og í þeim fjöldan allan af sjónvarpsstöðvum eða mörg margmiðlunartæki tengd við svo aldrei sé stund sem fari til spillis af díóðunum.

 Svo er það blessuð bílaeignin en það var eitt sinn tími þar sem eitt ökutæki var feikinóg fyrir eitt heimili, jafnvel þótt þar byggju fleiri en þrír. Nú á hver einasti maður með ökuréttindi á eigin bíl, og jafnvel nokkrir sem eru ekki einu sinni með prófið sitt.

Ég er alls ekki að segja að allar þessar breytingar séu slæmar, þvert á móti. Ég elska DVD, Playstation og Discovery.

Allir hefðu samt gott af því, sérstaklega í skammdeginu, að kveikja bara á kertum, setjast niður og spila ólsen með sínum nánustu. 

Svona old school.

 Góðar stundir.


Sumarbústaður, vetrardekk og Eyrarbakki

Þá er fyrsti snjór vetrarins kominn og farinn. Íslendingar slást í röðum dekkjaverkstæða, lesa og rífast yfir nokkrum negrastrákum og versla sér dót í tonnavís.

Ég og spúsan vorum hins vegar hámenningarleg og skelltum vetrardekkjunum undir helgina áður en slagsmál hófust og hröðuðum okkur í sumarbústað. Ekki seinna vænna, því að Siggi, vinur minn, stormur segir að sumarið sé alveg að verða búið.

Það var kærkomin tilbreyting að smella borgara á grillið í 7 gráðu frosti eftir að hafa soðið í heita pottinum svona rétt á meðan snjókoman gekk yfir.

Svo ætla ég að athuga hvort ég geti ekki sett inn eitt lag eða svo á síðuna; In your own world með stórsveitinni Royal Fortune. Ég gerði mér einmitt ferð til Eyrarbakka þar sem þessi prúðmenni héldu ágætis tónleika mér og Eirbekkingum til mikillar ánægju.

 Góðar Stundir


Fyrirsögn hvað?

Já góðan dag.. eða kvöld.

Er ekki venjan að skrifa eitt stykki svona "þá er maður kominn með blog.is síðu" blogg?

Það held ég nú!

Ég skal reyna að vera duglegur að smella einhverju hérna inn reglulega.

Haldið ykkur fast.

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband